Námskeið

Líkamsvitund

Námskeið í að bæta líkamsstöðu í daglegu lífi. Markmið námskeiðsins er að efla vitund okkar um bætta líkamsstöðu til aukinnar vellíðunar í daglegu lífi. Í starfi og í frítíma er staðreynd að bæði börn og fullorðnir einblína á skjái á tölvum, sjónvörpum eða snjallsímum þar sem líkamsstaðan er slæm. Sitjandi, lútandi höfði, boginn í baki reynum við á hryggjarsúlu og hálsliði, þvingum þarma og lokum á þindina, öndun er grunn og óeðlileg. Þetta hefur keðjuverkandi áhrif á líkamann, spenna myndast með tilheyrandi verkjum. Á námskeiðinu er fjallað um mikilvægi góðrar líkamsvitundar til bætrar heilsu. Útskýrð er jákvæð og neikvæð líkamsstaða með æfingum og fyrirlestrumþ

Námskeið fyrir vinnustaði

mun einnig fjalla um hvernig best er að stilla stóla, borð og skjái fyrir hvern og einn.

Postural awareness training

Viðskiptavinum Postura standa til boða æfingatímar til að viðhalda og styrkja líkamann. Unnið er saman í pörum, þar sem þátttakendur hjálpast er til við æfingarnar.